Borgin Wu­han í Kína opnaði í dag aftur fyrir um­ferð inn í borgina. Ein­hverjar tak­markanir verða þó á ferðunum. Kóróna­veiran er talin hafa komið fyrst upp í borginni.


Enn er ó­heimilt að yfir­gefa borgina en stefnan er sett á að af­létta því banni þann 8. apríl næst­komandi. Fullar far­þega­lestir komu til borgarinnar í morgun og er ljóst að margir hafa átt erindi inn í borgina en margir í­búar hennar lokuðust utan hennar þegar öll um­ferð inn og út úr borginni var bönnuð.


Wu­han er höfuð­borg Hubei-héraðs í austur­hluta Kína en í borginni greindust yfir 50 þúsund kóróna­veiru­smit og létust að minnsta kosti þrjú þúsund manns í héraðinu öllu úr CO­VID-19 sjúk­dómnum.


Mikið hefur hægt á smit­hraða í Kína og eru stjórn­völd þar sögð hafa náð góðri stjórn á á­standinu. Að­eins greindust 54 ný smit þar í gær og er ekkert þeirra innan­lands­smit. Kín­verjum stafar því mest hætta af ferða­mönnum þessa dagana og hafa gripið til þess ráðs að banna allar heim­sóknir út­lendinga inn í landið.