Willum Þór Þórs­son býður sig fram til á­fram­haldandi for­ystu á lista Fram­sóknar­flokksins í suð­vestur­kjör­dæmi fyrir komandi Al­þingis­kosningar í haust. Þetta kemur fram í yfir­lýsingu Willums sem send var á fjöl­miðla í dag.

Á yfir­standandi kjör­tíma­bili hefur Willum Þór starfað sem þing­flokks­for­maður Fram­sóknar­flokksins og meðal annars gegnt stöðu formanns fjár­laga­nefndar og setið í efnahags- og viðskiptanefnd.

„Næstu misseri verða mikil­væg í við­spyrnunni og miklar á­skoranir m.a. á sviði efna­hags­mála, ríkis­fjár­mála og at­vinnu­mála. Stór mál sem þarf að takast á við af á­byrgð, festu og skyn­semi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim á­byrgðar­störfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær á­skoranir sem fram undan eru. Ég óska því eftir að fá tæki­færi til að leggja mitt af mörkum og bið á­fram um stuðning ykkar í 1. sæti lista Fram­sóknar í í suð­vestur­kjör­dæmi,“ segir í yfir­lýsingu Willums Þórs.