Willum Þór Þórs­son, nýr heil­brigðis­ráð­herra, segir að hann sé enn að melta fréttirnar um að hann sé nýr heilbrigðisráðherra.

Það er risa­verk­efni fram undan

„Ég er að melta þetta en þetta er mikið traust, sem ég er þakk­látur fyrir,“ segir Willum Þór.

Hann segir að hann muni leggja sig allan fram í nýju starfi.

Það eru gríðar­legar á­skoranir fram undan í þessu ráðu­neyti. Ertu kvíðinn?

„Nei, maður er orðinn vanur því á þessum vett­vangi að á­skoranirnar bíða á hverjum degi.“

Spurður hver fyrstu verk­efnin verða í nýju ráðu­neyti segir hann að fyrsta verður að hitta starfs­fólkið sitt.

Hann segir að verk­efnin innan ráðu­neytisins séu nokkuð ó­breytt en að hann eigi eftir að kynna sér stjórnar­sátt­málann betur til að kynna sér hvað er fram undan, en heyrði for­manninn lesa það upp í gær á fundi mið­stjórnar.

Lilja Alfreðsdóttir
Fréttablaðið/Eyþór

Menning, ferðaþjónusta og viðskipti

Lilja Dögg Al­freðs­dóttir tekur við nýju við­skipta- og menningar­mála­ráðu­neyti á morgun og segist spennt fyrir því verk­efni.

„Við erum að búa til nýtt ráðu­neyti sem verður með fjár­mála­markaði og alla menninguna og ég tek fjöl­miðla líka. Þannig tengjum við saman betur við­skipti og menningu sem hefur verið að leita eftir því að fá skýran máls­vara,“ segir Lilja Dögg og að ferða­þjónustan muni einnig falla undir hennar nýja ráðu­neyti.

Er þetta ekkert skrítin blanda?

„Nei, mér finnst hún mjög spennandi. Við erum að stokka þetta upp og þetta fer mjög vel saman.“

Spurð hvort hún fari úr sínu ráðu­neyti, hús­næðinu, segir hún að það muni skýrast á næstu dögum.