Ný­skipaður heil­brigðis­ráð­herra, Willum Þór Þórs­son, fékk örvunar­bólu­setningu í Laugar­dals­höll í hádeginu með bóluefninu Moderna.

Willum mætti einkar tíman­lega í bólu­setninguna og var því með höllina nánast út af fyrir sig eins og sjá má af með­fylgjandi mynd.

Að­spurður um hvort hann væri spenntur að fá örvunar­bólu­setningu sagði Willum:

„Ekkert sér­stak­lega. Ég hef gert þetta svo oft áður.“

Rúm vika er liðin frá því að ný ríkisstjórn tók til starfa. Willum Þór hafði rétt tekið við lyklunum frá Svandísi Svavarsdóttur þegar hann fékk sitt fyrsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um Ómikron afbrigðið svokallaða.

Í pistli sóttvarnalæknis í dag kemur fram að örvunarskammtur bóluefnis gegn Covid-19 verndi um það bil 90 prósent betur en grunnbólusetning gegn Delta-afbrigðinu. Rannsóknir standa nú yfir til að kanna virkni bóluefna gegn Ómikron.

Willum Þór þegar hann gekk inn í Laugardalshöllina í hádeginu í dag fyrir örvunarskammtinn.
Fréttablaðið/Ingunn Lára

Fréttin hefur verið uppfærð 16:02.