Próf­kjör fór fram um helgina um fimm efstu sæti á fram­boðs­lista Fram­sóknar­flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi fyrir komandi al­þingis­kosningar í haust.

Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sóknar­flokksins, hlaut fyrsta sætið með 308 at­kvæði og Ágúst Bjarni Garðars­son, for­maður bæjar­ráðs Hafnar­fjarðar, hlaut annað sætið með 262 at­kvæði.

Willum bauð sig einn fram í efsta sæti listans en Ágúst Bjarni og Linda Hrönn Þóris­dóttir gáfu bæði kost á sér í annað sæti. Ágúst hafði betur í þeirri bar­áttu og var Linda ekki á meðal fimm efstu.

Anna Karen Svövu­dóttir hlaut þriðja sæti í próf­kjörinu með 226 at­kvæði og Kristín Her­manns­dóttir fjórða með 198 at­kvæði. Ívar Atli Sigur­jóns­son varð í fimmta sæti með 247 at­kvæði. Alls gáfu sjö kost á sér.

Fimm efstu sætin skipa:

  1. sæti, Willum Þór Þórs­son, al­þingis­maður.
  2. sæti, Ágúst Bjarni Garðars­son, for­maður bæjar­ráðs Hafnar­fjarðar.
  3. sæti, Anna Karen Svövu­dóttir, þýðandi og sam­skipta­ráð­gjafi hjá Heil­brigðis­ráðu­neytinu.
  4. sæti, Kristín Her­manns­dóttir, há­skóla­nemi.
  5. sæti, Ívar Atli Sigur­jóns­son, flug­maður og há­skóla­nemi.