Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin (WHO) sagði í dag að mikil hætta væri á að Ó­míkron af­brigði kóróna­veirunnar gæti valdið aukningu smita. Sí­fellt fleiri lönd herða nú tak­markanir á landa­mærum sínum og skyggja þar með á efna­hags­legan bata eftir nærri tveggja ára bar­áttu við veiruna. Reu­ters greinir frá.

Mörg hinna stærri flug­fé­laga hafa verið fljót að setja tak­markanir á ferða­lög frá suður­hluta Afríku eftir að af­brigðið greindist fyrst í Suður-Afríku fyrir nokkrum vikum.

Ótti um að hið nýja af­brigði gæti verið ó­næmt fyrir bólu­efnum var á meðal þess sem olli því að tvær trilljónir Banda­ríkja­dala þurrkuðust út af hluta­bréfa­mörkuðum á föstu­dag áður en markaðir róuðust aftur í dag.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, fram­kvæmda­stjóri WHO, telur þó að ferða­bönn gætu hindrað ríki frá því að greina frá nýjum af­brigðum veirunnar. Ghebreyesus sagði í dag að á­standið af völdum Ó­míkron sýni að heimurinn standi nú frammi fyrir mestu heilsu­fars­krísu aldarinnar.

Þá minnti hann enn og aftur á að enginn jarðar­búi muni verða öruggur gagn­vart veirunni fyrr en allir eru bólu­settir.

Skilti þar sem gestir eru krafðir um bólusetningarvottorð við innganginn að safni í New York.
Fréttablaðið/Getty

Biðlar til Banda­ríkja­manna um ró

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hefur biðlað til þjóðar sinnar að halda stillingu og sagði hann Banda­ríkja­stjórn vera að vinna að við­bragðs­á­ætlunum með lyfja­tækni­fyrir­tækjum ef ný bólu­efni verða nauð­syn­leg.

Biden sagði að ekki yrði gripið til út­göngu­banns í vetur en hvatti þó fólk til að fara í bólu­setningu og nota grímur.

„Það er á­stæða til að hafa á­hyggjur af þessu af­brigði en ekki á­stæða til að ör­vænta,“ sagði Biden í kjöl­far fundar með Co­vid við­bragð­steymi Hvíta hússins.

„Við munum berjast og sigrast á þessu nýja af­brigði.“

Kona gengur fram hjá lokuðum básum á jólamarkaði sem var blásinn af í Prag vegna ótta við Ómíkron afbrigði kórónaveirunnar.
Fréttablaðið/Getty

Engin dauðs­föll stað­fest hingað til

WHO varaði 194 aðildar­ríki sín við því að nýjar bylgjur í smitum gætu haft al­var­legar af­leiðingar en sögðu þó engin dauðs­föll hafa verið stað­fest af völdum Ó­míkron.

Þá þykir sér­stakt á­hyggju­efni að rúm­lega þrjá­tíu stökk­breytingar finnast í brodd­próteini af­brigðisins sem veiran notar til þess að smita, rúm­lega tvö­falt fleiri en í Delta-af­brigðinu.

„Heilt á litið er al­þjóð­leg á­hætta tengd hinu nýja af­brigði Ó­míkron metin sem mjög há,“ segir í yfir­lýsingu WHO.

Stofnunin bætti þó við að þörf væri á frekari rann­sóknum til að skilja betur vörn bólu­efna og fyrri smita gegn af­brigðinu.

Sí­vaxandi smit í Suður-Afríku

Sali­m Abdool Ka­rim, sér­fræðingur í smit­sjúk­dómum, frá Suður-Afríku, segir að enn sé of snemmt að skera úr um hvort að sjúk­dóms­ein­kenni af völdum Ó­míkron séu verri en þau sem or­sakast af eldri af­brigðum, en svo virtist sem af­brigðið væri meira smitandi. Þó telur hann að nú­verandi bólu­efni séu senni­lega á­hrifa­rík gegn af­brigðinu.

Fjöldi smita í Suður-Afríku hefur vaxið hratt undan­farið og búist er við því að smit­tölur muni fara fram úr 10.000 á dag í þessari viku, en þær voru að­eins um 300 á dag fyrir hálfum mánuði.

Fjöl­mörg lönd hafa sett á ferða­bönn eða tak­markanir á ferða­lög frá sunnan­verðri Afríku, þar á meðal Banda­ríkin, Bret­land, Ísrael, Kanada og Evrópu­sam­bandið.

For­seti Suður-Afríku, Cyril Ramap­hosa, lýsti þessum að­gerðum sem á­stæðu­lausum og ó­vísinda­legum og sagði að heims­byggðin væri að refsa landi hans fyrir vísinda­legar upp­götvanir á nýjum af­brigðum.

Farþegar bíða í röð eftir eina millilandafluginu frá Cape Town til Amsterdam í dag.
Fréttablaðið/Getty

Ekki ætti að refsa Afríku

Antonio Guter­res, aðal­ritari Sam­einuðu þjóðanna, lýsti yfir á­hyggjum sínum um að ferða­tak­markanir gætu ein­angrað lönd í sunnan­verðri Afríku.

„Ekki ætti að kenna í­búum Afríku fyrir ó­sið­lega lágt bólu­setningar­hlut­fall Afríku og ekki ætti að refsa þeim fyrir að bera kennsl á og deila mikil­vægri vísinda- og heil­brigðis­þekkingu með heiminum,“ segir Guter­res.

Hann hefur í­trekað varað við hættunni á að ó­jöfnuði þegar kemur að bólu­setningum og því að svæði með lágt hlut­fall bólu­setninga gætu orðið gróðrar­stía fyrir ný veiru­af­brigði.

Ó­míkron af­brigðið hefur greinst víða um Evrópu í löndum á borð við Spán, Portúgal, Sví­þjóð, Skot­land og Austur­ríki.