Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin, WHO, hvetur þá sem þegar eru full­bólu­settir gegn CO­VID-19 að nota á­fram and­lits­grímur vegna Delta-af­brigðisins svo­kallaða. Þá hvetur stofnunin fólk til að fara gæti­lega og huga á­fram að sótt­vörnum eins og hand­þvotti.

Delta-af­brigðið svo­kallaða, sem fyrst greindist í Ind­landi fyrr á árinu, hefur víða sótt í sig veðrið undan­farnar vikur en þetta af­brigði veirunnar þykir sér­stak­lega smitandi.

„Fólk má ekki upp­lifa sig öruggt með öllu þó það hafi fengið tvo skammta af bólu­efni. Fólk þarf á­fram að fara var­lega,“ segir Mariangela Si­mao, að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri WHO, í sam­tali við fjöl­miðla.

Mariangela segir að bólu­efni ein og sér muni ekki stöðva dreifingu veirunnar og fólk þurfi á­fram að nota and­lits­grímur, huga vel að góðri loft­ræstingu á opin­berum stöðum, við­hafa hand­þvott og halda fjar­lægð frá ó­tengdum ein­stak­lingum.

„Þetta er gríðar­lega mikil­vægt ef veiran er enn að smitast úti í sam­fé­laginu, jafn­vel þótt þú hafir fengið tvo skammta af bólu­efni,“ segir hún.

Í frétt CNBC, sem fjallaði um málið á vef sínum í gær, er bent á að fjöl­mörg ríki, Banda­ríkin til dæmis, hafi dregið mjög úr ýmsum tak­mörkunum, grímu­skyldu til dæmis, eftir því sem bólu­setningum vindur fram og smitum fækkar. Að meðal­tali hafa 11.659 ný smit greinst á degi hverjum að meðal­tali í Banda­ríkjunum síðustu sjö daga.

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin segir að allir, hvort sem þeir eru bólu­settir eða ekki, þurfi að halda á­fram að fara gæti­lega til að hindra út­breiðslu veirunnar. Stór hluti heims­byggðarinnar hefur enn ekki fengið bólu­efni og gæti til dæmis Delta-af­brigðið valdið miklum skaða, til dæmis í van­þróaðri ríkjum.

Þessi til­mæli stofnunarinnar virðast ekki vera úr lausu lofti gripin, en Wall Street Journal greindi frá því á föstu­dag að um helmingur allra þeirra sem greindust í hóp­sýkingu í Ísrael á dögunum hafi þegar fengið bólu­efni Pfizer gegn veirunni. Af­brigðið sem greindist var Delta-af­brigðið svo­kallaða en hóp­smitið varð til þess að yfir­völd í Ísrael settu aftur á grímu­skyldu innan­dyra.