Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur kallað eftir því að aukið fjármagn fari í að aðstoða þá sem þurfa á því vegna andlegra áhrif af völdum COVID-19.

Þetta kemur fram í pistli sem birtist á heimasíðu WHO í dag og er unninn í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar.

Í pistlinum er fullyrt að aukning hafi verið hjá þeim sem fundu fyrir þunglyndi, svefnleysi og kvíða eftir að heimsfaraldurinn vegna kórónaveirunnar

„Áhrif faraldursins á andlega heilsu fólks er nú þegar farinn að valda okkur miklum áhyggjum. Félagsleg einangrun, ótti við smit og skyndilegt fráfall fjölskyldumeðlims bætist ofan á áhrifin sem fylgja atvinnu- og peningaleysi,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO í pistlinum.

Í Kína sagðist annar hver heilbrigðisstarfsmaður finna fyrir þunglyndi, 45 prósent sagðist finna fyrir kvíða og þriðjungur glímdi við svefnleysi. Í Kanada hefur tæplega helmingur heilbrigðisstarfsmanna óskað eftir andlegri aðstoð að faraldrinum loknum.

Þá hefur áfengisneysla aukist um 20% hjá 15-49 ára einstaklingum í Kanada.