Ríkissaksóknari Bretlands hefur veitt lögreglunni í Lundúnum leyfi til þess að kæra Harvey Weinstein, fyrrverandi Hollywood framleiðanda, fyrir „ósæmilega árás,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni. BBC greinir frá þessu.
Lögreglan í Lundúnum sagði í tilkynningu frá því að hann er grunaður um tvö atvik sem bæði fóru fram í ágúst árið 1996. Konan sem um ræðir er sögð vera á fimmtugsaldri í dag. Weinstein er sjálfur 70 ára.
Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi árið 2020 fyrir endurtekin brot gegn þremur konum en fleiri konur hafa sakað hann um nauðgun og önnur kynferðisbrot sem áttu sér stað á árunum 2004 til 2013.