Walter F. Monda­le, fyrr­verandi vara­for­seti Banda­ríkjanna, lést í gær mánu­dag. Hann þjónaði sem vara­for­seti í for­seta­tíð Jimmy Car­ter frá 1977 til 1981. Hann fæddist þann 5. Janúar 1928. Faðir hans var prestur og móðir hans tón­listar­kennari. Lang­afi hans var norskur.

Eigin­kona hans, Joan Monda­le, lést árið 2014 og dóttir hans Elea­nor árið 2011. Hann lætur eftir sig tvo syni, þá Willi­am og Ted.

Monda­le var 93 ára gamall þegar hann lést. Fjöl­skyldan til­kynnti and­látið í gær en ekki var greint frá dánar­or­sök.

Hann sendi sjálfur starfsfólki sínu skilaboð um liðna helgi þar sem hann sagði að tími hans væri kominn og þakkaði starfsfólki sínu fyrir vinnu sína. Hann sagði flokkinn í góðum höndum hjá Joe Biden.

Tapaði fyrir Reagan

Hann var einnig öldunga­deildar­þing­maður, sendi­herra og ríkis­sak­sóknari í Min­nesota. Hann bauð sig fram til for­seta Banda­ríkjanna árið 1984 og tapaði fyrir Ronald Reagan. Hann var fyrsti fram­bjóðandinn frá stórum flokki til að bjóða sig fram með konu sér við hlið sem vara­for­seta­efni.

Mondale og Carter.
Fréttablaðið/EPA

Barðist fyrir borgararéttindum

Hann hóf stjórn­mála­ferill sinn að­eins 20 ára gamall sem um­dæmis­stjóri fyrir öldunga­deildar­fram­boð Hump­hrey og fór svo sjálfur í öldunga­deildina árið 1964 þegar hann tók við af Humphrey sem var kallaður til að vera vara­for­seti Lyndon-John­son. Hann sat þar til 1976 þegar Car­ter bauð honum vara­for­seta­sætið. Hann þjónaði svo sem sendi­herra fyrir Banda­ríkin í Japan frá 1993 til 1996 og erind­reki í Indónesíu

Hann barðist fyrir ýmsum fé­lags­um­bótum og mennta­málum, réttindum inn­flytj­enda og barna og næringu barna. Hann talaði opin­ber­lega fyrir borgara­réttindum

Mondale og Ferraro voru saman í framboði.
Fréttablaðið/Getty

Hreinskilinn og hógvær

Honum er lýst sem hrein­skilnum og hóg­værum manni og er það jafn­vel talið að hrein­skilni hans hafi skaðað hann í for­seta­fram­boði hans en þá sagði hann, sem dæmi, við kjós­endur að hann ætlaði að hækka skatta til að mæta fjár­laga­halla Reagan.

Á kjör­dag leiddi hann bar­áttuna að­eins í sínu heima­ríki og í Columbiu. Hann fékk að­eins at­kvæði 13 kjör­manna og Reagan 525. Sögu­lega séð er það einn stærsti sigur for­seta­fram­bjóðanda í Banda­ríkjunum.

Hann minntist tapsins í við­tali við Guar­dian árið 2008 og sagði að hann hefði verið kallaður fjöl­miðla-„Luddite“ sem mætti þýða sem ein­hvern sem er and­stæður tækni­fram­förum.

„Reagan, hann var snillingur. Hann gekk fyrir mynda­töku­vélina og það kom alltaf út sem töfrar. Ég gekk fyrir framan hana og það varð að rót­fylling,“ sagði hann.

Byggt á umfjöllunum Guardian, CNN og Time.

Fjöldi hefur sent fjöl­skyldu Monda­le sam­úðar­kveðjur, þar á meðal fjöldi fyrr­verandi for­seta. Hér að neðan má sjá nokkrar þeirra af Twitter.