Erlent

Wall líklega á lífi þegar hún var stungin

Réttarhöld í máli ákæruvaldsins á hendur Peter Madsen standa enn yfir.

Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á Kim Wall.

Réttarmeinafræðingur í máli Peters Madsen telur að sænska blaðakonan Kim Wall hafi verið á lífi þegar henni voru veittar hnífstungur víðs vegar um líkamann. Madsen hafi svo byrjað að sundurlima lík hennar nánast um leið og Wall lést.

Þetta er á meðal þess sem fram kom í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.

Orð réttarmeinarfræðingsins, Christinu Jacobsen, eru hins vegar þvert á það sem Madsen sjálfur hefur sagt. Hann heldur því fram að hafa stungið Wall eftir að hún lést, til þess að sökkva líki hennar. Þá segist hann ekki hafa byrjað að hluta niður lík hennar fyrr en um sjö klukkustundum eftir andlát hennar. 

Jacobsen segist telja að Madsen hafi stungið Wall í kynfærin og víðar á meðan hún lifði. Hann hafi svo haldið áfram að stinga hana eftir að hún lést, og nánast samstundist aflimað hana. Hún tók þó fram að erfitt væri að fullyrða um dánarorsökina, enda hafi líkamspartar Wall legið í sjó í nokkurn tíma áður en þeir fundust. Hins vegar sé ekki hægt að útiloka að Wall hafi verið kyrkt eða skorin á háls. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Reiðum Madsen tíð­rætt um kvik­myndina Se­ven

Erlent

Gjörbreytti framburði sínum – í þriðja sinn

Danmörk

Mikill áhugi á ógeðfelldu máli Madsens

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Helsta á­hyggju­efnið ef eitt púsl týnist

Innlent

Lög­regla leitar enn leigu­bíl­stjórans

Erlent

8.000 vélar með eins hreyfil

Fréttir

Sveitar­stjóri Norður­þings leiðir lista Sjálf­stæðis­flokks

Menntun

Íslendingur fær námsstyrk frá Bill Gates og frú

skák

Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann

Auglýsing