Nýr VW Tiguan byggir á sama MQB undirvagni og nýr Skoda Octavia vRS iV og mun því geta notað sömu vélar. Hjá Skoda er búnaðurinn 1,4 lítra bensínvél ásamt 13 kWh rafhlöðu sem samtals getur skilað allt að 242 hestöflum og allt að 400 Newtonmetra togi. VW Tiguan er einn vinsælasti bíll merkisins og tengiltvinnútgáfa mun hafa góð áhrif á sölutölur. Í minni VW Golf þurfti að fórna um 100 lítrum af farangursplássi til að koma fyrir rafhlöðunni en ekki er þörf á miklum niðurskurði í Tiguan. Búist er við að VW Arteon verði einnig boðinn í sömu útfærslu um leið og Tiguan GTE.
Volkswagen Tiguan er einn vinsælasti bíll merkisins og því skiptir tengiltvinnútgáfa miklu máli.
Volkswagen hefur staðfest að Tiguan jepplingurinn verði kynntur í tengiltvinnútgáfu fyrir lok ársins. Hann bætist þá við þrjá aðra tengiltvinnbíla sem í boði eru hjá Volkswagen, en fyrir eru Passat GTE, Golt GTE og Touareg R.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir