Þegar dómarinn í málinu, Justice Waksman, las úrskurðinn sagði hann meðal annars að enginn vafi væri að VW hefði notað svindlbúnað. „Hugbúnaður sem fær bíl til að standast mengunarpróf en virkar ekki við venjulegan akstur er afbökun á mengunarp´rofinu og því sem ná á fram með þeim“ sagði hann ennfremur. VW Group lýsti yfir vonbrigðum sínum með dóminn og ætlar að áfrýja. Til að eigendur bílanna fái bætur í málinu þarf að vinnast fullnaðarsigur og mál sem unnist hafa í öðrum löndum hafa þar ekki fordæmi.
Volkswagen Group hefur þurft að berjast á mörgum vígstöðvum vegna svindlbúnaðar bíla sinna. MYND/GETTY
Volkswagen Group setti svindlbúnað í þúsundir bíla sína til að sleppa frá mengunarreglum er niðurstaða hæstaréttardóms í Bretlandi í gær, mánudag. Dómsmálið var höfðað fyrir hönd 90.000 eiganda VW, Audi, Skoda og Seat bíla í Bretlandi.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir