Rafbíllinn verður byggður á grunni ID. Vizzion og er á MEB undirvagninum með rafhlöðu sem hefur allt að 590 km drægni. Bíllinn er ekki langt frá því að verða tilbúinn í framleiðslu en hann mun fara á markað árið 2021 í Norður-Ameríku, Evrópu og Kína. Samkvæmt hönnuðum VW er hann með innanrými jepplings og stafrænt mælaborð eins og í nýjum VW Golf. Bíllinn verður allur úr endurvinnanlegum efnum og eru sætisáklæðin með „eplaskinni“ sem er gervileður unnið úr afgöngum frá eplaframleiðslu.