VW. ID.3 er mikilvægur bíll fyrir VW vörumerkið og markar upphaf nýrrar aldar. Ekki er síður mikilvægt að framleiðslumarkmið bílsins standist til að Volkswagen fái ekki á sig háar mengunarsektir ESB á næsta ári. ID.3 hefur ekki verið gallalaus og hugbúnaður hans ekki í fullkomnu lagi. Volkswagen hefur nú staðfest að fyrstu eintökin verða án hugbúnaðar eins og fjarlægðarbúnaðar fyrir framrúðuskjá og hluta App Connect búnaðar. Kaupendur sem kaupa bíla án þess búnaðar munu fá fría uppfærslu þegar sá búnaður verður tilbúinn. Þeir sem fá næstu útgáfu bílsins afhenta í lok árs fá bílinn með öllum hugbúnaði virkum að sögn Ralf Brandstätter, framkvæmdarstjóra VW merkisins.

ID.3 verður í boði með tvenns konar rafhlöðum fyrst um sinn, 45 kWst með 330 km drægi og 58 kWst sem gefur 420 km drægi. Síðar verður hægt að fá hann með stóru rafhlöðunni sem er 77 kWst sem dugar fyrir 550 km akstur. ID.3 er fyrsti bíll VW sem kemur á MEB undirvagninum og til að byrja með verður hann boðinn í „Fyrstu útgáfu“ með 201 hestafla rafmótor fyrir afturdrif og 58 kWst rafhlöðunni.