Toyota virðist vera á mikilli siglingu en Toyota seldi flesta bíla í heiminum árið 2020 og varð mest selda merkið í Bandaríkjunum í fyrra, en það er í fyrsta skipti sem annað merki en GM er söluhæst síðan 1931. Hyundai Group var hins vegar með mestu söluaukningu merkja sinna, en merkin Hyundai og Kia seldu rúmlega 828.000 bíla sem þýðir 21,1% söluaukningu.

Mesti samdrátturinn var hjá Alfa Romeo eða 27,8% og Mitsubishi, enda ákvað merkið á árinu að færa sig að mestu leyti frá Evrópu. Ford seldi 19% færri bíla árið 2021, en merkið glímdi við miklar lokanir í verksmiðjum sínum í Evrópu. Heildarsala bíla í Evrópu árið 2021 minnkaði um 1,5% síðan 2020, en alls seldust 11.770.000 bílar á árinu. Mesta salan var í Þýskalandi með 2.600.000 bíla, en Frakkland og Bretland seldu 1.600.000 bíla hvort.