Að aftan má sjá ný afturljós með endurhönnun á bremsuljósum og framljósin fá nýjan svip. Einnig munu bílar búnir Matrix-framljósum fá „kveðju“ innbyggða í ljósabúnaðinn sem sýnir nokkurs konar hreyfimynd. Loks er framstuðarinn með nýju, hvassara lagi og húddið nær nú lengra upp að framrúðu en áður. Að innan er meiri bólstrun en áður og einnig lýsing og meiri notkun á endurvinnanlegum efnum. Kominn er 12 tommu margmiðlunarskjár í stað tíu tommu og kerfið styður Apple CarPlay og Android Auto þó að leiðsögukerfið noti hugbúnað frá Volkswagen, sem leggur til hleðslustopp á lengri leiðum.
Að framan er ný gerð Matrixaðalljósa og komnir eru nýir litir eins og hinn ólívubrúni á þessum bíl. MYND/VW GROUP
Nokkuð hefur verið beðið eftir uppfærslu Volkswagen ID.3 sem nú hefur raungerst, þremur árum eftir frumsýningu bílsins. Eins og títt er um slíkar andlitslyftingar þýða þær nýja liti og felgur en einnig hefur bíllinn fengið nýjan ljósabúnað.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir