Volkswagen hefur þegar komið með tilraunaútgáfu af þessum bíl sem skilar 329 hestöflum gegnum tvo rafmótora. Framleiðslubíllinn mun þó ekki fá sama afl en líklegra að hann muni nota sömu mótora og ID.4 sem skila 295 hestöflum. Þar sem bíllinn er mun léttari mun hann verða fljótari en ID.4 sem er 6,2 sekúndur í hundraðið í GTX útgáfu.
Brandstatter forstjóri Volkswagen við ID.3 GTX tilraunabílinn.
Við kynningu á nýjum ID.5 sem haldin var í Austurríki í vikunni og Fréttablaðið sótti, kom meðal annars fram að von er á GTX útgáfu ID.3 á næsta ári. Mun koma hans verða á sama tíma og ID.3 fær andlitslyftingu.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir