fbíla á síðasta ári þar sem lunginn úr sölunni var ID.4 og ID.5 sem seldust í 193.200 eintökum. VW ID.2 yrði aðeins fyrir Evrópumarkað til að byrja með en hugsanlega einnig seldur í Asíu, en ID.3 hefur verið þar á markaði síðan haustið 2021.
Allt að 300 hestafla R-útgáfa gæti einnig komið í nýjum ID.2. MYND/AUTOCAR
Það er ekkert sérlega vel geymt leyndarmál að Volkswagen sé að hanna grunngerð rafbíls sem taka á við af VW Polo. Bíllinn er kallaður ID.2 og verður líklega bæði seldur sem lítill hlaðbakur og einnig sem blendingsbíll. Einnig gæti fjórhjóladrifin R-útgáfa verið í kortunum með allt að 300 hestafla rafmótorum. R-deild VW er að vinna að nokkrum rafdrifnum Rútgáfum en stefnan er að þær verði allar rafdrifnar árið 2030.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir