Mun honum ætlað að fara á markað snemma árs 2025 og byrja í um 22.500 evrum sem eru um 3,4 milljónir á núverandi gengi krónunnar. Einnig hefur verið haft eftir innanbúðarmönnum í Wolksburg að nýi bíllinn fái Golf-nafnið. Nýr ID.2 verður fyrsti bíll Volkswagen á MEB-Plus-undirvagninum sem er uppfærð útgáfa MEB-undirvagnsins. Sá undirvagn verður með liþíum-járnfosfat rafhlöðu og hleðsluhraða allt að 200 kW.
Búast má við að bíllinn fái rúnnaðra útlit en VW ID.Life tilraunabíllinn. MYND/VW GROUP
Búist er við að Volkswagen frumsýni jepplingsútgáfu ID.2 strax í þessum mánuði, nánar tiltekið þann 15. mars. Fyrst var talið að um tilraunaútgáfu væri að ræða en nú bendir allt til þess að framleiðslubíllinn verði frumsýndur.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir