Scout jepparnir verða aðeins seldir á Ameríkumarkaði og er áætlað að hann kosti frá 40.000 dollurum sem er undir því verði sem Ford F-150 og Silverado pallbílarnir eru boðnir á. Rafpallbílar í Bandaríkjunum eru nýjasta æðið en fleiri ætla að róa á þessi mið eins og Tesla, Rivian, GM og Hummer. Að sögn Volkswagen munu fyrstu bílarnir verða frumsýndir á næsta ári en búast má við að þeir fari á markað árið 2026. Volkswagen tryggði sér Scout nafnið í fyrra en Scout jeppar voru í framleiðslu til 1980.