Meðal þeirra bíla sem framleiðsla hefur verið stöðvuð á er VW ID.3 en Audi og Porsche hafa einnig sótt um að koma framleiðslu tímabundið í gang. Að sögn talsmanna VW eru líkur á að efnahagslægðin sem fylgir COVID-19 sé mun verri en við bankahrunið 2008-9. Volkswagen Group hefur einnig sagt að umboðsaðilar munu fá aukna aðstoð með meira fjármagni og betri kjörum. Verksmiðjur VW í Rússlandi og Suður-Ameríku lokuðu nýlega en verksmiðjur merkisins í Kína eru nú farnar að skila framleiðslu eftir lokanir undanfarið.