Tæp­lega 120 lönd taka bólu­efna­vott­orð frá AstraZene­ca gilt á landa­mærum, sem gerir það að við­teknasta bólu­efninu þegar að kemur að ferða­lögum milli landa, sam­kvæmt saman­tekt hjá The Economist.

Bólu­efnið frá Pfizer er næst þar á eftir og er sam­þykkt í tæpum níu­tíu löndum. Að­eins tæp fimm­tíu lönd taka bólu­efnið Jans­sen gilt og um fjöru­tíu sam­þykkja bólu­efnið Co­vishield frá AstraZene­ca.

Co­vishield hefur ekki verið sam­þykkt af Evrópu­sam­bandinu, þrátt fyrir að vera eins og önnur bólu­efni AstraZene­ca. Bólu­efnið er fram­leitt í Ind­landi og er notað í miklum mæli þar, auk þess sem Bret­land festi kaup á fimm milljón skammta. Nokkur lönd innan Evrópu hafa þó á­kveðið að taka Co­vishield-bólu­efna­vott­orð gild.

Lyfja­­stofnun Evrópu hefur sam­þykkt fjögur bólu­efni, Pfizer, Moderna, Vaxz­­evria frá AstraZene­­ca og Jans­­sen. Þessi bólu­efni eiga að vera við­tekin í öllum löndum Evrópu­sam­bandsins en þeim er einnig frjálst að taka fleiri bólu­efni gild.

Ekki öll lönd krefjast bólu­setningar­vott­orða frá ferða­fólki og önnur lönd taka ekki á móti ferða­fólki sama hvaða bólu­setningu þau hafa fengið.

Skjáskot/The Economist