Vott­orð sem komu­far­þegar hafa fram­vísað á landa­mærum Ís­lands um bólu­setningu, fyrra smit eða mót­efni, virðast á­reiðan­leg er því sem kemur fram á vef stjórnar­ráðsins. Enginn af þeim sem hafa fram­vísað slíku vott­orði á landa­mærunum síðustu daga hafa reynst með virkt smit.

„Frá 1. apríl hefur komu­far­þegum með slík vott­orð verið gert að fara í eina sýna­töku til að kanna hvort þeir kunni að bera CO­VID-19 smit. Á tíma­bilinu 1. – 15. apríl voru 1.106 far­þegar sem fram­vísuðu vott­orðum. Af þeim greindust 5 já­kvæðir við sýna­töku en við nánari skoðun hjá CO­VID-göngu­deild Land­spítala kom í ljós að enginn þeirra var með virkt smit,“ segir á vef stjórnarráðsins.

Alls komu um 4.800 ferða­menn til landsins á tíma­bilinu 1. – 15. apríl og af þeim fram­vísuðu 1.106 ein­staklingar bólu­setningar­vott­orði, vott­orði um fyrra smit eða vott­orði sem stað­festir mót­efni.

Sem fyrr segir hafa þessi vott­orð reynst á­reiðan­leg. Á með­fylgjandi mynd má sjá hvernig vott­orðin skiptast eftir tegund þeirra.

Heimild:Stjórnarráðið

Heimamenn líklegri til að smita en ferðamenn

Fréttablaðið greindi frá því í dag að fólk sem kemur hingað til lands sem ferðamenn frá svæðum þar sem smit er ekki útbreitt er mjög ólíklegt til að vera smitað af COVID-19, samkvæmt greiningu á gögnum frá sóttvarnalækni.

Hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinast í fyrri sýnatöku á landamærum er fólk með pólskt ríkisfang tæplega 44 prósent þeirra sem greindust jákvæðir á umræddu tímabili. Hlutfall fólks með íslenskt ríkisfang var tæplega 19 prósent og um tvö prósent einstaklinga með litháískt ríkisfang.

Þá kemur einnig fram að líklegra sé að náin samskipti, til dæmis meðal fjölskyldu og vina, stuðli að dreifingu heldur en hefðbundin ferðamennska sem „felur í sér takmarkað samneyti við aðra íbúa“.