Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra og Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra hafa sent Ný­sjá­lendingum sam­úðar­kveðjur eftir að skot­á­rás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í dag. 49 eru látnir og á fimmta tug eru særð eftir á­rásirnar. 

„Í á­falli og harmi lostin yfir glóru­lausu of­beldi í Christchurch. Kæra Ja­cinda Ardern, ég sendi þér mínar dýpstu sam­úðar­kveðjur og allt ljós í heiminum frá ís­lensku þjóðinni,“ skrifar Katrín á Twitter. 

Ja­cinda Ardern, for­sætis­ráð­herra Nýja-Sjá­lands, hélt ræðu í morgun þar sem hún greindi frá á­rásunum sem hún segir að verði ekki lýst betur en sem hryðju­verkum. 

„Við erum af­skap­lega sorg­mædd yfir hræði­legu hryðju­verka­á­rásinni í Christchurch. Hugur okkar er hjá fjöl­skyldum fórnar­lambanna og ný­sjá­lensku þjóðinni,“ skrifaði Guð­laugur Þór sömu­leiðis. 

Borgara­þjónusta utan­ríkis­ráðu­neytisins hvetur Ís­lendinga í Christchurch á Nýja-Sjá­landi til að hafa sam­band ef þeir þurfa á að­stoð að halda, ella láta láta að­stand­endur vita eða gera vart við sig á sam­fé­lags­miðlum. 

Fjórir voru hand­teknir vegna á­rásarinnar, þrír karlar og ein kona. Ekki er úti­lokað að fleiri hafi komið að henni. Greindi Ardern frá því að á­rásinni hafi verið streymt í beinni á netinu.