Matvöruverslunin Overseas sem rekur 27 verslanir í Portúgal og á Spáni, fór hörðum orðum um hertar aðgerðir stjórnvalda í garð vörubíla sem flytja vörur fyrirtækisins frá Bretlandi til Spánar, eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í byrjun þessa árs.
Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu var breskum fyrirtækjum ekki lengur frjálst að stunda vöruflutninga milli landa og hafa langar raðir vörubíla myndast við landamæri Bretlands.
Að sögn Overseas hafa 30 vörubílar á vegum fyrirtækisins orðið fastir á landamærunum og þurft að dvelja í allt að sex vikur á meðan unnið er að því að fá tilskilin leyfi. Að sögn fyrirtækisins virtist sem svo að regluverkinu væri breytt daglega en fyrirtækinu hafði tekist að stytta biðtímann niður í 23 daga.
Overseas sem fagnar 25 ára afmæli á þessu ári rekur 25 verslanir, þar af 21 á Spáni og sjö á Kanaríeyjum á svæðum þar sem breskir ferðamenn eru fjölmennir. Fyrirtækið reiðir sig á vörur frá Bretlandi og sinnir helst Bretum sem búa á Spáni.