Þrír einstaklingar voru vopnaðir hnífum í slagsmálum í miðborginni í nótt. Það kemur fram í dagbók lögreglunnar en þegar lögregla kom á vettvang voru þau farin.

Í dagbók lögreglunnar er annars nokkuð ítarlega greint frá nokkurri ölvun í miðborginni en bæði voru þónokkur fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna eða áfengis en auk þess aðstoðaði lögreglan þónokkra ofurölvi einstaklinga. Einhverjum var komið heim en aðrir fengu að gista í fangaklefa.

Þá eiga eigendur þriggja skemmtistaða von á kæru vegna þess að dyraverðir þeirra voru ekki með réttindi eða það voru of fáir dyraverðir við vinnu.

Þá gekk ýmislegt annað á eins og eldur í Kópavogshöfn og þjófnaður í verslun.