Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu kærði tvo menn í gær­kvöldi fyrir brot á vopna­lögum og fyrir að beita hvorn annan of­beldi eða hótun um of­beldi.

Í skeyti kemur fram að lög­reglu­menn á lög­reglu­stöð 2, sem sinnir Hafnar­firði og Garða­bæ, hafi verið kallaðir til eftir að maður hugðist kaupa loft­riffil af öðrum manni. Kaupandi reyndi að hafa riffilinn á brott með sér án þess að greiða fyrir hann og beitti hann raf­byssu gegn seljandanum.

Báðir mennirnir voru meðal annars kærðir fyrir brot á vopna­lögum en málið leystist þó með skýrslu­tökum og var hvorugur vistaður í fanga­geymslu. Málið virðist upp­lýst en lög­regla lagði hald á vopnin.