Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir miklum vonbrigðum með breytingar á lögum sem hafa leitt af sér verðhækkanir á póstsendingum Íslandspósts á landsbyggðina.

Á fundi bæjarráðsins er hækkunin sögð vera ígildi landsbyggðarskatts sem mismunar notendum þjónustunnar eftir búsetu.

Skorar bæjarráðið á Alþingi og nýja ríkisstjórn að búa svo um póstþjónustu að allir landsmenn sitji við sama borð.

Fyrri lög kváðu á um að sama gjaldskrá væri fyrir póstsendingar, óháð hvar á landinu sendandi eða móttakandi væri staddur.

Lagabreytingar í sumar breyttu þessu og kveða nú á um að gjald fyrir sendingar á allt að 10 kílóa pökkum endurspegli kostnað við flutning og mun ríkið einnig hætta að niðurgreiða kostnað við sendingar