„Í kring um há­degið á morgun verður komið norðan­stór­hríð á Vest­fjörðum,“ segir Daníel Þor­láks­son, veður­fræðingur á Veður­stofu Ís­lands. Þá tekur appel­sínu­gul við­vörun gildi fyrir Norð­vestur­land.

Daníel segir að stór­hríðin haldi síðan á­fram á Vest­fjörðum en eftir því sem vind­áttin verði norð­vesta­lægari hvessi einnig við Breiða­fjörð. „Þótt það verði minni snjó­koma þar verður mjög hvasst, 20 til 25 metrar á sekúndu líkt og á Vest­fjörðum.“

Að­spurður segir Daníel ekki um dæmi­gert veður að ræða á þessum árs­tíma þótt það sé ekki ó­þekkt. „Þetta er heldur kaldara en að stað­aldri en eitt­hvað sam­bæri­legt hefur nú gerst áður.“

Veðrinu fylgir snjó­koma norð­vestan til. „Svo verða lík­lega slyddu­él eða élja­gangur með vestur­ströndinni, þar á meðal í Reykja­vík,“ segir Daníel.

Víða verða erfið akstur­skil­kyrði á norðan- og vestan­verðu landinu, bendir Daníel á. „Það verður bara ekkert ferða­veður á Vest­fjörðum og við Breiða­fjörð seinni partinn á morgun,“ undir­strikar hann og hvetur fólk til að fylgjast vel með bæði veður­spám og upp­lýsingum um færð á vef Vega­gerðarinnar.

Þótt versta veðrið verði á morgun er gul við­vörun í gildi í dag vegna hvass­viðris og snjó­komu, sér­stak­lega á Vest­fjörðum og Breiða­firði. Þar er gert ráð fyrir að lægi í kvöldi að sögn Daníels þar til hvessa fari aftur í fyrramálið.