Richard Bergst­röm, sem á sæti í samninga­nefnd fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins og er eins konar milli­göngu­maður Ís­lands við Evrópu­sam­bandið í bólu­efna­málum, segist vonast til að fá skýr svör um af­hendingar­á­ætlanir ból­efna­fram­leiðandans AstraZene­ca. Fyrir­tækið fundar með Evrópu­sam­bandinu næsta mánu­dag.

Greint var frá því í síðustu viku að fyrir­tækið sæi ekki fram á að geta staðið við upp­runa­legar af­hendingar­á­ætlanir sínar við Evrópu­sam­bandið vegna vanda sem kom upp í verk­smiðjum fram­leiðandans í Evrópu.

Fyrstu skammtar eftir viku

„Spurningin núna er hvort við getum fengið bólu­efni frá verk­smiðjum í Bret­landi og Banda­ríkjunum. Þeir hafa ekki enn svarað því. Við sjáum hvað gerist,“ segir Bergst­röm í sam­tali við sænska miðilinn SVT. Hann kveðst þó bjart­sýnn á að lyfja­fram­leiðandinn sam­þykki að láta Evrópu­sam­bandið fá skammta úr verk­smiðjunum og komi þannig í veg fyrir að seinkun á af­hendingunni verði mjög mikil.

„Þetta er ekki spurning um hvort við fáum það sem við höfum samið um heldur hve­nær,“ segir Bergst­röm. Sam­kvæmt samningunum við AstraZene­ca á af­hendingu skammta Sví­þjóðar, og þá einnig Ís­lands, að vera lokið í júní. Bergst­röm segir að í versta falli seinki þessu um þrjá mánuði og að af­hendingunni verði þá lokið á þriðja árs­fjórðungi þessa árs.

Bólu­efni AstraZene­ca hefur fengið markaðs­leyfi í Evrópu og er gert ráð fyrir að fyrstu skammtar þess verði af­hentir á mánu­daginn 8. febrúar. Við fyrstu af­hendingu á Ís­land að fá 13.800 skammta af bólu­efninu.

Ís­land hefur tryggt sér 230 þúsund skammta af bólu­efni AstraZene­ca sem duga fyrir um 115 þúsund ein­stak­linga.