Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, kallar eftir því að þing­menn Vinstri – grænna tali nú skýrt og „leggist á árar með“ Sam­fylkingunni til að koma í veg fyrir að nýtt frum­varp dóms­mála­ráð­herra um breytingu á lögum um út­lendinga verði að lögum. Breytingarnar varða á­kvæði sem fjalla um al­þjóð­lega vernd og brott­vísunar­til­skipun.

Frum­varpið er upp­runa­lega frá Sig­ríði Á. Ander­sen sem sagði af sér sem dóms­mála­ráð­herra í síðasta mánuði. Áður en hún sagði af sér kynnti hún frum­varpið. Logi segir að frum­varpið sé af­leitt.

„Það gerir endur­upp­töku mála enn erfiðari, tak­markar and­mæla­rétt og lög­boðinn um­hugsunar­frest. Ríkari sönnunar­kröfur eru gerðar en um­sækj­endur fá samt styttri tíma til að afla gagna,“ segir Logi.

Hann segir að enn fremur sé með frum­varpinu það gert auð­veldara að vísa fólki til Ung­verja­lands, sem er þekkt fyrir harð­neskju­lega með­ferð á flótta­fólki, og síðan til Grikk­lands, þar sem þekkt er að fjöldi flótta­fólks er mikill og landið ræður illa við.

„Það sem er þó kannski grimmast er að það á að koma í veg fyrir að nánustu að­stand­endur kvóta­flótta­fólks geti fengið dvalar­leyfi á Ís­landi á grund­velli fjöl­skyldu­sam­einingar,“ segir Logi.

Hann segir að hann hafði leyft sér að vona að þegar Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir tók við af Sig­ríði í dóms­mála­ráðu­neytinu, myndu hún „snúa við blaðinu“ eða að minnsta kosti „gera nauð­syn­legar breytingar á ó­mann­úð­legu frum­varp“.

„En hún leggur það nú fram nánast ó­breytt,“ segir Logi í færslu sinni.

Hann segir það því ljóst að ekki sé hægt að kenna einum stjórn­mála­manni fyrir „harð­neskju­lega stefnu“ Sjálf­stæðis­flokksins í út­lendinga­málum. Hann segir að af þessu megi dæmi að flokks­línan sé skýr og kallar því eftir því að Vinstri -græn, sem sitja í ríkis­stjórn á­samt Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sóknar­flokki, tali skýrt.

Færslu Loga er hægt að lesa hér að neðan í heild sinni. Frumvarp dómsmálaráðherra er hægt að kynna sér hér.