Metnaðarfull áform Reykjavíkurborgar um að lækka aldur barna við inntöku á leikskóla árið 2022 gengu ekki, þrátt fyrir að framkvæmdir hafi gengið vel. Meðalaldur barna við inngöngu var 18,4 mánuðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar.
Á árinu 2022 voru fjórir nýir leikskólar opnaðir og fimm aðrir skólar stækkaðir. Það stendur enn til að bæta við tveimur leikskólum, á Kirkjusandi og við Vörðuskóla.
Ýmsir leikskólar hafa þá neyðst til þess að færa starfsemi sína tímabundið vegna áríðandi endurbóta. Mygla hefur fundist í nokkrum leikskólum í borginni, sem hefur komið foreldrum, börnum og starfsmönnum í erfiða stöðu.
Þá hefur gengið misjafnlega að fylla lausar stöður í leikskólum borgarinnar. Því hefur fylgt aukið álag á starfsmenn leikskólanna. Það velur athygli að árið 2021 var það mat skóla- og frístundasviðs að leikskólar borgarinnar hefðu verið yfirmannaðir um eitt til tvö stöðugildi.
Í tilkynningunni kemur fram að áfram verði unnið að því árið 2023 að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu í leikskólum borgarinnar.