Kven­rétt­ind­a­fé­lag­ið seg­ir í yf­ir­lýs­ing­u að það séu mik­il von­brigð­i að þurf­a að send­a frá sér yf­ir­lýs­ing­u vegn­a mis­tak­a sem urðu í taln­ing­u og gerð­u það að verk­um að kon­ur eru ekki í meir­i­hlut­a á þing­i, eins og fyrst leit út fyr­ir.

„Það er sár­ar­a en orð fá lýst fyr­ir okk­ur í Kven­rétt­ind­a­fé­lag­i Ís­lands að send­a frá okk­ur yf­ir­lýs­ing­u um mik­il von­brigð­i með fram­kvæmd kosn­ing­a, dag­inn eft­ir að hafa í eitt and­ar­tak upp­lif­að svo mikl­a gleð­i þeg­ar til­kynnt var að kon­ur hefð­u í fyrst­a skipt­i í sögu lýð­veld­is­ins ver­ið rétt­kjörn­ar í meir­i­hlut­a á Al­þing­i Ís­lands. Nú kem­ur í ljós við end­ur­taln­ing­u að þrjár kon­ur dett­a út af kom­and­i þing­i og hlut­fall kvenn­a er þar með fall­ið nið­ur fyr­ir 50%, og enn virð­ast ekki öll kurl vera kom­in til graf­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i.

Langþreyttar á vonbrigðum

Þar seg­ir einn­ig að lýð­ræð­i sé und­ir­stað­a jafn­rétt­is og þeg­ar það er und­ir árás í mörg­um ríkj­um sé mik­il­væg­ar­a en aldr­ei áður að hlúa að því hér land­i.

„Frjáls­ar kosn­ing­ar er und­ir­stað­a lýð­ræð­is­ins og stjórn­völd­um ber að tryggj­a að fram­kvæmd kosn­ing­a sé gagn­sæ og sann­gjörn. Borg­ar­arn­ir eiga að treyst því að at­kvæð­i sín skipt­i máli og séu rétt tal­in,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i.

Fé­lag­ið í­trek­ar þar kröf­u sína um að sett séu lög sem skyld­a stjórn­mál­a­flokk­a sem bjóð­a fram til Al­þing­is og sveit­ar­stjórn­a að setj­a sér regl­ur sem tryggj­a hlut kvenn­a á fram­boðs­list­um sín­um og jöfn kynj­a­hlut­föll í odd­vit­a­stöð­um.

Þá krefst fé­lag­ið þess að for­menn flokk­ann­a sem nú sitj­a á þing­i fylg­i eft­ir lof­orð­um sín­um í að­drag­and­a Al­þing­is­kosn­ing­ann­a og geri kynj­a- og jafn­rétt­is­fræð­i að skyld­u­fag­i á öll­um skól­a­stig­um og að Al­þing­i og rík­is­stjórn hrind­i af stað þjóð­ar­á­tak­i til að upp­ræt­a of­beld­i gegn kon­um, sem og þjóð­ar­á­tak­i til að bæta kjör kvenn­a­stétt­a og upp­ræt­a kyn­bund­ið kjar­am­is­rétt­i.

„Við kon­ur erum lang­þreytt­ar á von­brigð­um. Við bít­um á jaxl­inn og höld­um ó­trauð­ar á­fram bar­átt­unn­i við að skap­a betr­a sam­fé­lag, jafn­rétt sam­fé­lag, okk­ur öll­um til heill­a. Í dag er af­mæl­is­dag­ur Brí­et­ar Bjarn­héð­ins­dótt­ur. Við skuld­um henn­i og öll­um þeim tug­þús­und­um kvenn­a sem hafa bar­ist fyr­ir kven­rétt­ind­um og jafn­rétt­i kynj­ann­a síð­ust­u eina og hálf­a öld­in­a að lýð­ræð­i og jafn­rétt­i kynj­ann­a sé í heiðr­i haft,“ seg­ir þær að lok­um í yf­ir­lýs­ing­unn­i.