Tilkynnt var um helgina að vegna lítillar eftirspurnar myndi félagið hætta flugi til Vestmannaeyja mánuði á undan áætlun.

Að sögn Sigurðar mun hann funda formlega með bæði bæjarstjóra og Vegagerðinni um málið á næstunni.

„Það eru klárlega vonbrigði að flugfélagið gefist svona fljótt upp. Mér fannst áform um að markaðssetja einstaka áfangastaði í gegnum kerfi Icelandair spennandi og þess vegna eru það vonbrigði að þetta sé gert núna,“ segir Sigurður Ingi.

Icelandair hættir áætlunarflugi til Vestmannaeyja á næstunni.
fréttablaðið/anton

Hann segir að málið verði tekið til skoðunar í ráðuneytinu en taka verði það til greina að sá stuðningur sem flugsamgöngur fengu síðasta vetur voru vegna aðstæðna sem tengdust Covid.

„Til að tryggja lágmarkssamgöngur og öryggi fyrir það fólk,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að regluverkið sé mjög skýrt um að það sé ekki nema ein tegund almenningssamgangna sem er styrkt í einu og þar sem ríkið styðji nú þegar við almenningssamgöngur til Vestmannaeyja í gegnum Herjólf séu ekki margir aðrir kostir í stöðunni.

„Mér finnst sjálfsagt að taka það til skoðunar hvaða leiðir eru færar,“ segir Sigurður Ingi og nefnir sem dæmi að skoða hvort önnur flugfélög geti tekið verkið að sér.