„Mín kæra gengur í raun út á upp­kosningu. Burt­séð frá mínum hags­munum þá eru það hags­munir kjós­enda að kosið verði á ný,“ segir Guð­mundur Gunnars­son, sem datt út eftir síðari talninguna í NV-kjör­dæmi.

Frétta­blaðið innti Guð­mund við­bragða við því að undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd mun leggja til tvær leiðir. Annars vegar að síðari talning standi eftir þing­kosningarnar. Hins vegar munu þing­menn eiga þess kost að styðja upp­kosningu í Norð­vestur­kjör­dæmi vegna á­galla við talningu og með­ferð kjör­gagna.

Með þessu er ljóst að fyrri talningin stendur ekki. Guð­mundur var inni sem þing­maður eftir fyrri talninguna en datt svo út í jöfnunar­manna­hring­ekjunni sem fór af stað.

„Mér finnst skiljan­legt út frá lögunum að þessar tvær leiðir verði í boði,“ segir Guð­mundur.

„Það sem ég hef á­hyggjur af er að fólk sé dá­lítið að mis­lesa til­finningu fólks í kjör­dæminu, það er kjós­enda, að fólk sé um of að ein­blína á eigin hags­muni, sér­hags­muni og flokks­línur,“ segir Guð­mundur og á þá við þing­menn sem munu eiga síðasta orðið með ráð­stöfun at­kvæðis þeirra.

Hann gagn­rýnir að nefndar­menn, svo sem Inga Sæ­land, hafi viðrað skoðanir sínar um leiðir á opin­berum vett­vangi.

„Það er af­skap­lega mis­ráðið og gerir ekki annað en að draga úr hennar trú­verðug­leika hennar og nefndarinnar.“

Ef Al­þingi á­kveður upp­kosningu spáir Guð­mundur snörpum kosninga­spretti og jafn­vel hat­rammri og subbu­legri kosninga­bar­áttu.