Von er á um það bil 30 Af­gönum til landsins á næstunni sem falla undir þá hópa sem ís­lensk stjórn­völd á­kváðu að að­stoða og bjóða hæli hér á landi vegna ó­friðar­á­standsins í Afgan­istan. Þetta kemur fram í svari Fé­lags­mála­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Ríkis­stjórnin til­kynnti í lok ágúst að tekið yrði á móti allt að 120 flótta­mönnum frá Afgan­istan vegna ó­friðar­á­standsins sem skapast hefur þar í landi í kjöl­far valda­töku tali­bana. Hins vegar hefur gengið brösug­lega að koma fólkinu til landsins eftir að er­lendur liðs­afli yfir­gaf landið og neyðar­flug lögðust af.

Að sögn fé­lags­mála­ráðu­neytisins að­stoðaði borgara­þjónustan 33 ein­stak­linga við að komast til Ís­lands sem voru staddir í Afgan­istan rétt áður en lokað var fyrir flug­sam­göngur.

„Í hópnum voru bæði ein­staklingar sem falla undir þá hópa sem ríkis­stjórnin á­kvað að að­stoða sér­stak­lega sem og ein­staklingar sem voru með dvalar­leyfi hér­lendis eða ís­lenskir ríkis­borgara.“

Ráðu­neytið segir stjórn­völd hafa haft sam­ráð við Flótta­manna­stofnun Sam­einuðu Þjóðanna, Al­þjóða­fólks­flutninga­stofnunina (IOM) og önnur Norður­lönd varðandi út­færslu á verk­efninu.

„Staðan í Afgan­istan er mjög flókin, hefð­bundnar flug­sam­göngur liggja niðri og því erfitt að flytja fólk úr landi. Á­fram­haldandi góð sam­vinna við þessar al­þjóða­stofnanir eru því lykill að því að ná sem flestum af hópnum til landsins,“ segir í svari ráðu­neytisins.

Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, hefur beint þeim til­mælum til flótta­manna­nefndar að hún haldi störfum sínum á­fram í sam­ræmi við á­kvörðun ríkis­stjórnar Ís­lands og að nefndin eigi að leita allra leiða til þess að koma fjöl­skyldunum til landsins sem allra fyrst.