Ekki er von á fyrstu tölum úr Reykja­vík fyrr en klukkan 01:30 í nótt. Þetta kom fram í kosninga­sjón­varpi RÚV.

Þar greindi kjör­stjórn frá og sagði að tafirnar mætti rekja til nýrra kosninga­laga. Odd­vitar í Reykja­vík voru mættir í kosninga­sjón­varp RÚV og ræddu við ríkis­út­varpið.

Þeir voru keikir en fátt um eigin­leg svör um gengið, enda engar tölur komnar í hús eins og búist hafði verið við. Frétta­blaðið mun flytja fréttir af nýjustu tölum og leita við­bragða fram­bjóð­enda um leið og þær berast.