Árið 2019 var Volvo með 35,2% hlut­deild á einka­bíla­markaði lúxusbíla og á heildarbílamarkaði lúx­us­bíla ber Volvo höfuð og herðar yfir aðra lúx­us­bíla með 29,2% hlut­deild á ár­inu sem var að líða sem er mesta hlutdeild á einu markaðssvæði á heimsvísu. Vin­sæl­ustu Volvo bíl­arnir eru jepp­arn­ir XC90, XC60 og XC40.

Volvo Cars var fyrsti hefðbundni bílaframleiðandinn til að skuldbinda sig í að fara alla leið með rafvæðinguna og útleiða þá bíla sem eingöngu eru knúnar með bensín- og dísilvélum. Núna eru allir nýir Volvo bílar fáanlegir með tengiltvinnvél og fljótlega koma hreinir rafmagnsbílar en XC40 verður sá fyrsti. Frá og með alrafmögnuðum XC40 mun Volvo Cars gefa upp meðal líftíma kolefnisspora hvers einasta nýja bíls sem þeir framleiða.

Heildarmarkaður lúxusbíla árið 2019.