Að sögn Ingigerðar Einarsdóttir hjá Brimborg hefur forsala á XC40 Recharge gengið mjög vel, en yfir 50 bílar hafa selst áður en að bíllinn sjálfur er frumsýndur hér á landi. Volvo XC40 Recharge er samtals 262 hestöfl og mwð drægi fyrir allt að 56 km akstur á rafmagninu einu saman. Meðaleyðsla samkvæmt WLTP staðlinum er aðeins 2,0 - 2,4 lítrar á hundraðið og losun á CO2 45-55 g/km. Hann hefur eiginleika jeppa eins og mikla veghæð, eða 21,1 sm og dráttargetu uppá 1.800 kg. Verð á Volvo XC40 Recharge tengiltvinn er frá 5.090.000 kr. Að sögn Ingigerðar er Volvo XC40 Recharge vel búinn, öruggur bíll fyrir þá sem vilja stíga inn í rafmagnaða og umhverfisvæna framtíð án þess að hafa áhyggur af drægni og gæðum. Það megi því búist við margmenni á frumsýningunni um helgina.