Volvo hefur látið frá sér f leiri myndir af bílnum sem sýna hluta yfirbyggingar hans. Á þeim má sjá þórshamarsljósin að framan verða á nýja bílnum og að afturljósin verða L-laga. Einnig verður hann með ávölu, lokuðu grilli, innfelldum hurðarhandföngum og sérhönnuðum felgum til að lágmarka loftmótstöðu. Fyrir stóran bíl eins og þennan skiptir loftmótstaða miklu máli en að sögn tæknimanna Volvo verður stuðull nýja bílsins aðeins 0,29 Cd. Þeir hafa líka sagt að bíllinn bjóði uppá rafmagn í báðar áttir, en það þýðir að hægt verður að stinga öðrum raftækjum í samband við bílinn eða nota rafmagnið fyrir húsanotkun.

Hurðarhandföngin verða innfelld til að minnka loftmótstöðu.

. Nýr Lidar-radar verður í bílnum sem getur numið gangandi vegfarendur í allt að 250 metra fjarlægð. Að sögn Volvo er kerfið betra þegar útsýni er takmarkað, eins og í myrkri og að kerfið sé öruggara en önnur myndavélakerfi. Bíllinn verður á nýja SPA2-undirvagninum með sléttu gólfi og að minnsta kosti 500 kílómetra drægi.