Bílasýningin í Frankfurt er nú nýhafin og fulltrúi Fréttablaðsins fékk tækifæri til að taka þátt í blaðamannadögunum sem marka upphaf sýningarinnar. Að sjálfsögðu voru það rafmagnsbílar sem stálu senunni á sýningunni og hulunni var meðal annars svipt af einum umtalaðasta bíl þessa árs, þ.e. Volkswagen ID 3. Þar er um að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíll sem fást mun með þremur misstórum rafhlöðum sem koma bílnum 330, 420 eða 550 kílómetra á fullri hleðslu.

Fréttablaðið fékk tækifæri á að ræða við Jürger Stackman, einn stjórnarmanna Volkswagen Group, um þennan tímamóta bíl Volkswagen, framtíðarbíla fyrirtækisins og ekki síst áhuga Volkswagen á að rafmagnsvæða bílaflota Íslands. Í máli Stackman kom fram að hann álíti Ísland einkar kjörið land til orkuskipta og lýsti áhuga Volkswagen á því að koma því til framkvæmda. Sjá má viðtalið við Stackman hér að neðan.