VW Trinity verður fyrsti bíll merkisins sem byggður verður á skalanlegum undirvagni sem kallast SSP og mun hafa allt að 700 kílómetra drægi. Mikið hefur verið spáð í útlit bílsins en Volkswagen hefur aðeins látið frá sér útlínumyndir af honum. Margir hafa reynt sig við að tölvugera myndir af honum og gera má ráð fyrir að bíllinn verði svipaður að stærð og VW ID.4. Framendinn verður þó hvassari og þakið meira kúpulaga og mun enda í lítilli vindskeið aftan á bílnum. Aðalljósin verða mun þynnri en við höfum áður séð hjá framleiðandanum og milli þeirra verður ljósalína. Framljósin tengjast línu á hlið bílsins sem mun ná aftur með honum og alveg yfir afturdekkin. Talið er að þessi frestun geti verið vegna vandamála með hugbúnað en það er ekki í fyrsta skipti sem það hefur áhrif á frumsýningu rafbíla frá VW Group.
Volkswagen Trinity gæti verið langt undan og jafnvel seinkað allt til 2030.
Volkswagen tilkynnti upphaflega að Trinity-rafbíllinn sem er næsta kynslóð rafbíla, yrði frumsýndur árið 2026. Nýjustu fréttir benda þó til þess að þeim áformum gæti seinkað nokkuð eða allt til ársins 2030.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir