Málið hefiur fordæmi fyrir 60.000 önnur mál sem eru í kerfinu í Þýskalandi. Í yfirlýsingu frá Volkswagen sagði að með dóminum væri komið að lokum á þessum málaferlum. „Fyrir flest af þessum 60.000 málum, skýrir þessi niðurstaða dómsins hvernig tekið verður á mikilvægum spurningum í málum þessum í Þýskalandi. Volkswagen mun nú reyna að loka þessum málum í samstarfi við kröfuaðila. Með því er vonast til að hægt sé að létta álagi á dómstóla vegna málanna. Munum við bjóða hverjum og einum kröfuhafa eingreiðslu eftir hvernig hverju máli er háttað“ segir í yfirlýsingu Volkswagen. Telur framleiðandinn að með því verði nær engin ástæða til frekari málaferla.