Volkswagen og Hino trukkaframleiðandinn sem tilheyrir Toyota hafa skrifað undir samkomulag um samstarf við þróun bíla sinna. Lýtur þetta samstarf helst að þróun drifrása, þ.e. dísilvéla og bensínvéla sem njóta aðstoðar rafmagnsmótora. Auk þess munu fyrirtækin þróa saman sjálfkeyrandi búnað bíla sins, tengimöguleika í þeim og annan tæknibúnað. Hugsunin bak við þetta samstarf segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sé einfalt, til að minnka þróunarkostnað um helming og gera með því bæði fyrirtækin samkeppnishæfari á markaði fyrir atvinnubíla. Þar eru fyrir sterkir framleiðendur eins og Mercedes Benz, Scania, Iveco, Renault, Fiat og fleiri. 

Hino selur 70% framleiðslu sinnar í Asíu og stóran hluta þess í heimalandinu Japan. Sala Hino hefur þó verið að aukast á undanförnum árum í Afríku og N-Ameríku. Volkswagen á einnig MAN trukkaframleiðandann og hluta í Scania og mun þetta samstarf væntanlega ná einnig til þessara trukkamerkja.