Bílar

Fram­leiða raf­magns­bíla á 16 stöðum árið 2022

Í “Roadmap E”-áætlun Volkswagen Group er gert ráð fyrir 20 milljarða evra fjárfestingu í þróun rafmagnsbíla fyrirtækisins.

Volkswagen I.D Vizzion tilraunarafmagnsbíllinn sem nú er til sýnis á bílasýningunni í Genf.

Stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen Group, mun eftir 4 ár framleiða bíla eingöngu drifna áfram með rafmagni í einum 16 verksmiðjum sínum. Nú þegar eru slíkir bílar framleiddir í 3 verksmiðjum Volkswagen og þær verða 9 talsins eftir aðeins 2 ár. Þessar áætlanir Volkswagen tilheyra svokölluðu “Roadmap E”-plani fyrirtækisins. Samkvæmt þeirri áætlun verður Volkswagen í samstarfi við rafhlöðuframleiðendur bæði í Evrópu og í Kína, en Volkswagen Group á enn eftir að velja sér rafhlöðubirgja í Bandaríkjunum. Í “Roadmap E”-áætlun Volkswagen Group er gert ráð fyrir 20 milljarða evra fjárfestingu í þróun rafmagnsbíla fyrirtækisins, sem bera munu hin ýmsu bílamerki sem innan þess falla. Þetta eru engir smáaurar, eða 2.500 milljarðar króna. 

Á vegum Volkswagen Group eru nú 3 nýir tilraunarafmagnsbílar til sýnis á bílasýningunni í Genf, Audi e-tron, Porsche Mission E Cross og Volkswagen I.D. Vizzion. Forstjóri Volkswagen Group, Matthias Müller, segir að á næsta ári muni fyrirtækið kynna til leiks nýjan rafmagnsbíl næstum í hverjum einasta mánuði ársins, svo það er mikið á leiðinni af rafmagnsbílum frá þessum stærsta bílaframleiðanda heims og það gerir rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla að hálfgerðum peðum á þessu sviði. Volkswagen Group ætlar að bjóða langmesta úrval rafmagnsbíla í heiminum á næstu árum. Þetta þýðir ekki að Volkswagen Group muni ekki fjárfesta mikið í þróun bíla með hefðbundnar brunavélar því þar verður fjárfest fyrir 90 milljarða evra á næstu 5 árum, þar á meðal í þróun dísilbíla, þrátt fyrir dísilvélaskandal Volkswagen. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

BMW i4 með 550 til 700 km drægni

Bílar

Skoda kynnir 19 nýja bíla á 2 árum

Bílar

Starfsfólk Porsche fær 1,2 milljónir í bónus

Auglýsing

Sjá meira Fréttir

Innlent

Unnu skemmdar­verk á 20 logum Huldu Hákon

Innlent

Átti að út­­skrifast í maí en þarf nú að yfir­gefa landið

Erlent

Hafna því að Skripal hafi beðið um náðun frá Pútín

Erlent

Yeonmi Park fagnar fæðingu frjáls sonar

Erlent

Puigdemont flúinn frá Finn­landi

Innlent

Píratar og Við­reisn með sam­eigin­legt fram­boð í Ár­borg

Auglýsing