Áætlunin kallast „Lítill BEV“ og stendur BEV fyrir Battery Electric Vehicle og er áætlað að bíllinn muni kosta á bilinu 20-25.000 evrur. Það myndi gera hann ódýrari en ID.3 en óvíst er hvort hann muni leysa VW Polo alveg af hólmi. Volkswagen Group hækkaði fjárhagsáætlanir sína fyrir raf bíla nýlega, upp í 73 milljarða evra á næstu fimm árum. Áætlar VW að smíða 1,5 milljónir rafbíla árið 2025.
Volkswagen e-Up er rafdrifinn smábíll sem byggir á eldri hönnun.
Volkswagen er að þróa lítinn, rafdrifinn smábíl fyrir fjöldaframleiðslu til að mæta betur mengunarreglum Evrópusambandsins. Kemur þetta fram hjá fréttaveitunni Reuters sem séð hefur gögn um þetta, en engar myndir af bílnum fylgja fréttinni.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir