Volkswagen ætlar að kynna nýtt logo fyrirtækisins á komandi bílasýningu í Frankfurt, sem hefst 10. September. Nýja logoið á að gefa til kynna yngra, tæknivæddara og framúrstefnulegra fyrirtæki en merki Volkswagen gerirt í dag. Nýja logoið hefur verið í þróun síðastliðin 3 ár og vinnan við það á rætur sínar í þeim breytingum sem gerðar voru á Volkswagen fyrirtækinu í kjölkfar dísilvélasvindls þess árið 2015. 

Volkswagen ætlar aldeilis ekki bara að frumsýna nýtt logo fyrirtækisins í Frankfurt en þar verður einnig frumsýndur hinn nýi rafmagnsbíll ID 3, en hann er fyrsti bíll VW sem byggður er á nýjum MEB-undirvagninum sem verður undir fjölmörgum rafmagnsbílum Volkswagen á næstu árum. 

Fyrsti bíllinn sem kemur þó til með að bera nýtt logo Volkswagen verður hinsvegar ný áttunda kynslóð VW Golf sem kynntur verður síðar á þessu ári og kemur svo á markað snemma á næsta ári. Nýja merki Volkswagen heldur stöfunum V og W innan hrings en verður í tvívíðara formi og stafirnir tveir munu ekki snertast eins og nú. Merkið VW erður hvítt á svörtum grunni, en á GTI bílum Volkswagen verður það rautt á svörtum grunni.