Bílar

Volkswagen Group framleiddi 10,83 milljón bíla

Sala Volkswagen merkisins eins var 6,24 milljón bílar, en Audi seldi 1,81 milljón bíla og Porsche 256.000 bíla.

Volkswagen Group heldur líklega sæti sínu sem stærsti bílaframleiðandi heims, en þó á Renault/Nissan/Mitsubishi eftir að birta sínar sölutölur.

Volkswagen Group var stærsti bílaframleiðandi heims árið 2017 og hefur líklega haldið því sæti á síðasta ári líka. Fyrirtækið hefur birt sölutölur sínar fyrir síðasta ár og heildarsalan reyndist 10,83 milljón bílar og jókst hún um 0,9% á milli ára. Það eru þó tveir aðrir bílaframleiðendur sem skákað gætu Volkswagen Group í sölu fyrir síðasta ár, en það eru Toyota/Lexus og Renault/Nissan Mitsubishi. Síðarnefnda bílasamstæðan seldi 5,54 milljón bíla á fyrra helmingi síðasta árs og seldi 10,6 milljónir bíla árið 2017, en líklega hefur heildarsalan á árinu þó ekki náð sölunni hjá Volkswagen Group. Toyota sagði fyrir um mánuði síðan að salan stefndi í 10,55 milljón bíla svo ólíklegt má telja að við þá tölu hafi bæst yfir 300.000 bílar. 

Sala Volkswagen merkisins eins var 6,24 milljón bílar, en Audi seldi 1,81 milljón bíla og Porsche 256.000 bíla. Audi er nokkuð frá sölu bæði Mercedes Benz og BMW, en Benz seldi 2,31 milljón bíla og BMW 2,13 milljón bíla og því er Audi þriðja stærsta lúxusbílamerki heims. Desember var ekki góður mánuður almennt hjá bílaframleiðendum heims og í tilfelli Volkswagen Group þá minnkaði salan um 8,4% frá sama mánuði fyrra árs og taldi 916.200 bíla en var 999.900 bílar árið 2017. Salan í Kína féll um 12,5% og um 5,6% í Evrópu og 3,4% í Bandaríkjunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Bílar

Lexus UX 250h frumsýndur

Bílar

Mazda hyggur á Rotary vél

Auglýsing

Nýjast

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Illviðri um allt land í dag

Óveðrið í dag stoppar strætóferðir

Auglýsing