Frum­varp Katrínar Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra um heimild Reykja­víkur­borgar til að skipa nefnd til að kanna starf­semi vöggu­stofa er á dag­skrá hjá Al­þingi í dag. At­kvæða­greiðsla um málið mun fara fram, en sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins mun meirihluti þingmanna styðja og því sam­þykkja frumvarpið.

Í frum­­varpinu er lagt til að veitt verði laga­heimild fyrir Reykja­víkur­­borg til að setja á fót nefnd til að kanna starf­­semi vöggu­­stofa og mælt er fyrir um hvert mark­mið slíkrar könnunar sé og hvernig nefndin skuli haga störfum sínum.

Mark­mið nefndarinnar er meðal annars að leitast við að sann­reyna eins og kostur er í hvaða mæli börnin sem þar voru vistuð sættu illri með­ferð eða of­beldi á meðan á dvölinni stóð.

Í kvöld verður sýndur fyrri þáttur af tveimur um Vöggu­stofu­málið á Hring­braut og hefst hann klukkan 19. Þátturinn er blanda af nýju efni og efni sem þegar hefur komið fram á Frétta­vaktinni á Hring­braut. Síðari hlutinn er dag­skrá eftir viku. Hér má sjá stiklu úr þætti kvöldsins.